Fótbolti

Mikael naut sín á miðjunni og BT gaf honum átta í ein­kunn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikael og félagar fagna marki fyrrum Stjörnumannsins Alexander Scholz í gær.
Mikael og félagar fagna marki fyrrum Stjörnumannsins Alexander Scholz í gær. Marco Luzzani/Getty Images

Það ráku margir upp stór augu þegar Mikael Anderson byrjaði á miðjunni hjá FC Midtjylland gegn Atalanta í Meistaradeildinni í gær en Mikael er oftar en ekki vængmaður.

Dönsku meistararnir gerðu 1-1 jafntefli við Atalanta í Bergamo í gær en Mikael var einn af bestu mönnum danska liðsins í stöðu sem hann er ekki vanur að spila. Hann hrósaði liðinu í leikslok.

„Við gerðum þetta sem lið. Við vissum að Atalanta er mögulega betri einstaklingar en sem lið getum við unnið þá. Við stóðum saman og getum klappað okkur á axlirnar því þetta var virkilega góð frammistaða,“ sagði Mikael í samtali við FCM TV.

„Ég veit ekki hvort að ég komi til að spila þarna í framtíðinni en ég get það. Ég hef spilað þarna í akademíunni. Það er klárt að ég er góður með boltann og vill gera eitthvað flott en á útivelli í Meistaradeildinni gegn Atlanta krafðist þetta að ég myndi margt annað.“

„Ég reyndi að sýna það að ég gæti spilað þarna inni og mér fannst það ganga fínt. Frank [Onyeka] var einnig frábær inni á miðjunni og ég gæti ekki hugsað mér betri mann að sipla við hliðina á.“

Það voru ekki bara leikmenn og stuðningsmenn Midtjylland sem hrifust af fraammistöðu Mikaels því blaðamaður BT gaf honum átta í einkunn eftir leikinn. „Hann sýndi stjóranum að það er hægt að treysta á hann,“ stóð m.a. í umsögninni.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×