Handbolti

Bjarki Már hélt upp­teknum hætti og Ís­lendingarnir gerðu það gott

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki Már Elísson hefur verið frábær í vetur.
Bjarki Már Elísson hefur verið frábær í vetur. Getty/ TF-Images

Bjarki Már Elísson hélt uppteknum hætti í þýska handboltanum er hann var markahæsti leikmaður Lemgo í sigrinum á TuSEM Essen.

Lemgo vann 31-23 eftir að hafa verið 15-12 yfir í hálfleik en Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk og var markahæsti leikmaður Lemgo.

Hann er næst markahæsti leikmaður deildarinnar en Bjarki hefur leikið á alls oddi eftir skiptin til Lemgo síðasta sumar en Lemgo er í 3. sæti deildarinnar.

Oddur Grétarsson, sem er kominn aftur í íslenska landsliðið, skoraði einnig sex mörk er Balingen tapaði með minnsta mun gegn Eulen Ludwigshafen, 26-27.

Balingen er á botni deildarinnar án stiga.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk en Ragnar Jóhannsson komst ekki á blað er Bergrischer gerði 30-30 jafntefli við Hannover-Burgdorf.

Bergrischer er í 2. sæti deildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki.

Janus Daði Smárason er Göppingen vann sigur á SC DHfK Leipzig á útiveli, 25-22, eftir að hafa verið 12-9 yfir í hálfleik.

Göppingen situr í níunda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×