Kristján hættir hjá Guif

Kristján Andrésson á hliðarlínunni sem þjálfari sænska landsliðsins.
Kristján Andrésson á hliðarlínunni sem þjálfari sænska landsliðsins. AFP

Kristján Andrésson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og síðar landsliðsþjálfari Svía, hættir störfum sem íþróttastjóri sænska félagsins Guif að þessu tímabili loknu.

Framkvæmdastjóri félagsins staðfesti þetta við útvarpsstöðina P4 Sörmland og sagði að ákvörðunin hefði verið tekin vegna fjárhagsástæðna en Kristján hefur gegnt starfinu í tæp tvö ár.

Kristján er einn þeirra sem nefndir hafa verið til sögunnar sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Hann þjálfaði sænska liðið á árunum 2016 til 2020 og vann með því silfurverðlaunin á EM árið 2018. Hann var jafnframt þjálfari þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen tímabilið 2019-20. Áður þjálfaði Kristján lið Guif í níu ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert