Fótbolti

Þórir byrjaði er Lecce féll úr leik í ítalska bikarnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Lecce.
Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Lecce. Vísir/Jónína Guðbjörg

Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Lecce er liðið heimsótti Roma í 16-liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í kvöld. Lokatölur urðu 3-1, Roma í vil, og því eru Þórir og félagar úr leik.

Þórir og félagar voru fyrri til að skora og komust í 1-0 strax á 14. mínútu með marki frá Arturo Calabresi.

Marash Kumbulla jafnaði metin fyrir Roma stuttu fyrir hálfleik eftir stoðsendingu frá Tammy Abraham og staðan var því jöfn þegar gengið var til búningsherbergja.

Tammy Abraham var svo sjálfur á ferðinni þegar hann kom Roma í 2-1 á 54. mínútu, en aðeins sex mínútum síðar versnaði staða Lecce til muna þegar Mario Gargiulo lét reka sig af velli með sitt annað gula spjald.

Þórir var svo tekinn af velli þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka og tíu mínútum síðar gulltryggði Eldor Shomurodov 3-1 sigur Roma.

Roma er því á leið í átta liða úrslit Coppa Italia, en Þórir og félagar einbeita sér nú að ítölsku B-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×