5. umferð: Áfangi hjá Örnu, leikjamet jafnað, langþráð mark

Arna Sif Ásgrímsdóttir í sínum 250. leik í deildinni gegn …
Arna Sif Ásgrímsdóttir í sínum 250. leik í deildinni gegn ÍBV á Hlíðarenda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ein sú leikreyndasta í Bestu deild kvenna í fótbolta náði stórum áfanga í 5. umferð deildarinnar sem lauk í gærkvöld og leikjamet var jafnað.

Arna Sif Ásgrímsdóttir lék sinn 250. leik í efstu deild hér á landi á mánudagskvöldið þegar Valur sigraði ÍBV, 2:0. Hún er aðeins sjötta konan frá upphafi sem nær 250 leikjum í deildinni og af þeim sem spila í deildinni í ár er aðeins Málfríður Erna Sigurðardóttir hjá Stjörnunni með fleiri leiki, eða 282.

Hinar eru Sandra Sigurðardóttir (331), Dóra María Lárusdóttir (269), Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (262) og Harpa Þorsteinsdóttir (252).

Arna Sif hefur samtals leikið 280 deildaleiki á ferlinum, heima og erlendis, og er ellefta leikjahæst af íslenskum knattspyrnukonum á þeim vettvangi frá upphafi.

Tindastóll virðist eftir sigurinn á Stjörnunni, 1:0, í gærkvöld hafa tak á Garðabæjarliðinu því Skagfirðingarnir unnu Stjörnuna líka þegar liðin mættust í fyrsta skipti í efstu deild fyrir tveimur árum, þá í Garðabæ.

Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, hefur gætur á Jasmín Erlu …
Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, hefur gætur á Jasmín Erlu Ingadóttur hjá Stjörnunni. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Bryndís Rut Haraldsdóttir og Hugrún Pálsdóttir eru nú einu leikmennirnir sem hafa spilað alla 23 leiki Tindastóls í efstu deild. María Dögg Jóhannesdóttir missti í fyrsta skipti af leik Tindastóls í gærkvöld.

Kristín Erna Sigurlásdóttir er orðin fimmta leikjahæst hjá ÍBV í deildinni frá upphafi. Hún lék sinn 127. leik fyrir félagið gegn Val og fór upp fyrir Bryndísi Jóhannesdóttur.

Dröfn Einarsdóttir jafnaði leikjametið hjá Keflavík í efstu deild þegar Keflavíkurliðið vann Selfoss 1:0 á mánudagskvöldið. Það var hennar 59. leikur fyrir félagið í deildinni og hún jafnaði þar við Elísabetu Ester Sævarsdóttur sem lék 59 leiki fyrir Keflavík í deildinni á árunum 2005 til 2009.

Dröfn Einarsdóttir, til vinstri, í leik með Keflavík gegn Þrótti …
Dröfn Einarsdóttir, til vinstri, í leik með Keflavík gegn Þrótti í fyrra. Hún jafnaði leikjamet félagsins í deildinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jelena Tinna Kujundzic varð fjórði leikmaður Þróttar til að ná 50 leikjum fyrir félagið í efstu deild þegar Þróttur vann Þór/KA, 2:1, á mánudagskvöldið.

Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði sitt þriðja mark fyrir Þrótt á tímabilinu, sigurmarkið gegn Þór/KA, og öll hefur hún skorað eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Hildur Þóra Hákonardóttir skoraði langþráð mark fyrir Breiðablik.
Hildur Þóra Hákonardóttir skoraði langþráð mark fyrir Breiðablik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hildur Þóra Hákonardóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar hún kom Breiðabliki yfir gegn FH, 2:1, í sigurleiknum á Kópavogsvelli, 3:2, í gærkvöld. Þetta var hennar 41. leikur og hún hefur leikið með Blikum í deildinni frá árinu 2018.

Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir úr Þór/KA skoraði sitt fyrsta mark í deildinni í leiknum gegn Þrótti, í sínum 22. leik.

Mackenzie George skorar sitt fyrsta mark í deildinni fyrir FH …
Mackenzie George skorar sitt fyrsta mark í deildinni fyrir FH gegn Breiðabliki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mackenzie George skoraði sín fyrstu mörk í deildinni þegar hún gerði bæði mörk FH gegn Breiðablik í 3:2-ósigrinum á Kópavogsvelli.

Jamia Fields úr Val skoraði sitt fyrsta mark í deildinni í sigrinum á ÍBV.

Úrslit­in í 5. um­ferð:
Þróttur R. - Þór/KA 2:1
Valur - ÍBV 2:0
Keflavík - Selfoss 1:0
Tindastóll - Stjarnan 1:0
Breiðablik - FH 3:2

Marka­hæst­ar:
4 Sandra María Jessen, Þór/​​KA
3 Andrea Rut Bjarna­dótt­ir, Breiðabliki
3 Freyja Karín Þor­varðardótt­ir, Þrótti
3 Shaina Ashouri, FH

3 Tayl­or Ziemer, Breiðabliki

2 Anna Rakel Pétursdóttir, Val
2 Ásdís Kar­en Hall­dórs­dótt­ir, Val
2 Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir, Stjörn­unni
2 Katla Tryggva­dótt­ir, Þrótti
2 Katla María Þórðardótt­ir, Sel­fossi
2 Linli Tu, Keflavík
2 Mackenzie George, FH
2 Sæ­unn Björns­dótt­ir, Þrótti
2 Tanya Boychuk, Þrótti
2 Þóra Björg Stef­áns­dótt­ir, ÍBV

Næstu leik­ir:
31.5. ÍBV - Tindastóll
31.5. Þróttur R. - Valur
31.5. Selfoss - Breiðablik
31.5. Stjarnan - Keflavík
1.6. Þór/KA - FH

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert