Kvartað yfir Áslaugu og Víði í „Ég trúi“

Skjáskot úr myndbandinu sem um ræðir.
Skjáskot úr myndbandinu sem um ræðir.

Umboðsmanni Alþingis barst kvörtun vegna þátttöku Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns almannavarna, í myndbandi frá hlaðvarpsþáttunum Eigin konur, undir yfirskriftinni „Ég trúi“.

Umboðsmaður ætlar ekki að taka afstöðu til málsins eða fjalla um það sérstaklega enda verði kvörtun til hans að varða tiltekna athöfn, athafnaleysi eða stjórnvaldsákvörðun sem felur í sér beitingu stjórnsýsluvalds. Þurfi ákvörðunin líka að beinast að beinum og lögvörðum hagsmunum þess sem kvartar.

Umboðsmaður birti svar við kvörtuninni á heimasíðu sinni. Hann sagði að kvörtuninni yrði engu að síður haldið til haga líkt og öllum ábendingum sem berast embættinu, ef ske kynni að ástæði þyki til að taka atriði hennar til frumkvæðisathugunar. Ef það verður svo gert þá kæmi niðurstaðan inn á vefinn.

Skúli Magnússon tók við embætti sem Umboðsmaður Alþingis 1.maí á …
Skúli Magnússon tók við embætti sem Umboðsmaður Alþingis 1.maí á þessu ári. mbl.is/Eggert

Þó umboðsmaður geti ekki fjallað um kvörtunina má hann ráðast í athugun á starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds að eigin frumkvæði.

Myndbandið hafði þann tilgang að lýsa yfir stuðningi þá sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Spurningar hafa vaknað um hvort embættismenn á við dómsmálaráðherra og yfirmaður innan lögreglunnar, geti leyft sér að taka svo afdráttarlausa afstöðu opinberlega.

Segja má að birting „Ég trúi“ myndbandsins ætli að draga dilk á eftir sér en stuttu eftir að það var birt var það fjarlægt í framhaldi af því að aðrir tveir einstaklingar viðurkenndu að hafa sjálfir farið yfir mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert