Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mán 05. desember 2022 18:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neymar heppinn að vera mæta Suður-Kóreu frekar en Úrúgvæ
Neymar sárþjáður
Neymar sárþjáður
Mynd: EPA

Neymar er í byrjunarliðinu hjá Brasilíu í kvöld en hann er að spila sinn fyrsta leik á mótinu síðan í fyrstu umferð þegar hann meiddist gegn Serbíu.


Það hefur verið mikil óvissa með það hvenær hann yrði klár í slaginn og margir hræddir um að Tite, þjálfari brasilíska liðsins sé að henda honum út í djúpu laugina.

„Maður hefur séð bæði, að hann sé fullkomlega góður og hefði þess vegna getað verið með fyrr og svo sér maður að hann sé ekki orðinn nógu góður. Ég held að það velti líka svolítið á því hvort hann fái annað spark í ökklann. Það er sparkað oft í hann sko," sagði Einar Örn Jónsson í HM stofunni fyrir leik kvöldsins.

„Þar er hann heppinn að það er Suður Kórea en ekki Úrúgvæ sem hann er að mæta. Úrúgvæ væri búið að 'spotta' þennan ökkla, án þess að segja að þeir séu með eitthvað skítlegt eðli, þeir bara spila þannig svo það hefði ekki verið gott fyrir Neymar," bætti Óli Kristjáns við.


Athugasemdir
banner
banner
banner