Einstök kvikmynd Rósku sýnd

Lee Lynch og Þorbjörg Jónsdóttir hafa staðið fyrir söfnun til …
Lee Lynch og Þorbjörg Jónsdóttir hafa staðið fyrir söfnun til þess aðgeta endurgert kvikmyndina Sóleyju og hefur nú tekist ætlunarverkið. Stilla úr myndinni

„Okkur hefur dreymt um að geta sýnt þessa mynd í langan tíma,“ segir Lee Lynch um kvikmyndina Sóleyju eftir listakonuna Rósku, sem þau Lee og eiginkona hans Þorbjörg Jónsdóttir, systurdóttir Rósku, hafa unnið hörðum höndum að því að endurgera. „Við höfum verið gift í 12 ár og vorum farin að láta okkur dreyma um að gera þetta áður en við giftum okkur. Svo við erum mjög spennt.“

Kvikmyndin Sóley, sem er eina mynd Rósku í fullri lengd, verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld, kl. 20. Sýningin er fyrst og fremst ætluð þeim sem styrktu verkefnið á Karolinafund en Lee vekur athygli á að einnig verði hægt að kaupa miða á staðnum.

Sóley er frá 1982 og Róska, sem varð bráðkvödd árið 1996, leikstýrði og skrifaði handritið ásamt eiginmanni sínum Manrico Pavolettoni. Hún fjallar um unga bóndann Þór sem fer í ferðalag í leit að hestum sínum sem hann skuldar dönsku kirkjunni. Á leið sinni kynnist hann ýmsum þjóðsagnapersónum, þá sérstaklega álfkonunni Sóleyju sem fylgir honum á ferð hans. Haft var eftir Rósku sjálfri að Sóley fjallaði um það þegar draumur og veruleiki mætast og fara saman í ferðalag.

Vonast til að finna negatívuna

Lee segir þau vera ánægð með ferlið þótt þetta hafi verið talsvert meiri vinna en þau höfðu gert sér í hugarlund. „Negatívan er týnd svo við þurftum að vinna með pósitívuna, þá einu sem til er, sem er varðveitt á Kvikmyndasafni Íslands.“

Þau hafi notað þetta eina eintak af 35 mm filmu, sem er illa farið, í þetta mikla forvörslu- og hreinsunarstarf.

„Við vonum að við finnum negatívuna í þessu ferli. Því meira sem við sýnum myndina því meiri líkur eru á því að hún finnist. Okkur grunar að hún sé á Ítalíu svo við vonumst til að sýna hana líka þar.“

Lee segir Rósku hafa verið meðal fyrstu kvenna á Íslandi til að skrifa kvikmyndahandrit og leikstýra. „Þetta er einstök kvikmynd. Róska var aðallega myndlistarkona. Hún gerði nokkrar heimildarmyndir en þetta var eina leikna myndin í fullri lengd sem hún gerði. Myndin er hálf-heimagerð, mjög anti-Hollywood.“ Margir hafi komið að gerð myndarinnar á sínum tíma og því sé ánægjulegt að loksins sé hægt að sýna hana í meiri gæðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru ótrúlega mörg smáatriði, sem þú þarft að afgreiða til þess að koma áhugamáli þínu í höfn. Reyndu að halda í vonina og bjartsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru ótrúlega mörg smáatriði, sem þú þarft að afgreiða til þess að koma áhugamáli þínu í höfn. Reyndu að halda í vonina og bjartsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg