SI gagnrýna Landsbankann

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sendi bankastjóra Landsbankans skriflega athugasemd í gær í kjölfar þess að bankinn kynnti nýja þjóðhags- og verðbólguspá fyrir 2021-2024. Þar kemur fram sú skoðun SI að hagfræðingar bankans vanmeti íbúðaþörf á komandi árum, sem sögð var vera 1.800 íbúðir á ári yfir allt landið.

„Spá Samtaka iðnaðarins var síðan nýtt til að draga þá sterku ályktun að ólíklegt væri að það stefni í skort á íbúðum á allra næstu árum.“

Er í kjölfarið bent á að myndin sem bankinn dragi upp sé of einfölduð. Þannig bendi t.d. spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til þess að þörfin verði 3.500 íbúðir á ári til þess að mæta þörf, eða um 30 þúsund íbúðir á áratug. Þá sé spá Landsbankans allt önnur en t.d. er miðað við opinbera spá Hagstofunnar um íbúaþróun til næstu ára. „Fjöldi íbúa á hverja íbúð í fortíð er ekki góður mælikvarði á fjölda í íbúð sem markar þörf fyrir íbúðir litið til næstu ára, sem sagt í framtíð.“

Benda SI á að hlutfallið sé óvenju hátt hér miðað við í öðrum ríkjum og sennilegt sé að við munum færast nær því sem þar tíðkast.

„Það er ábyrgðarhluti af hálfu Landsbankans að setja fram mat á íbúðaþörf með betur ígrunduðum og rökstuddum hætti [...] Rétt væri af hálfu bankans að birta sviðsmyndir sem sýndu næmi niðurstaðna fyrir ofangreindum þáttum og með tilvísun í m.a. niðurstöður HMS og Hagstofunnar. Fara SI fram á að svo sé gert,“ segir í orðsendingunni til bankastjórans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert