Enski boltinn

Hress Gylfi Þór grínaðist með að sigurinn hafi aldrei verið í hættu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gylfi Þór gat leyft sér að brosa að loknum leik kvöldsins.
Gylfi Þór gat leyft sér að brosa að loknum leik kvöldsins. Tony McArdle/Getty Images

Everton vann nauman 1-0 sigur á West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lærisveinar Sam Allardyce jöfnuðu metin í uppbótartíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Gylfi Þór Sigurðsson var spurður út í það í viðtali að leik loknum.

„Nei, aldrei í hættu. Góðir öftustu fjórir, góð lína held ég. [Michael] Keane var viss um að hann hafi verið fyrir innan svo ég treysti honum,“ sagði Íslendingurinn aðspurður út í jöfnunarmark WBA í uppbótartíma sem var dæmt af vegna rangstöðu.

„Mjög mikilvægur. Dominic [Calvert-Lewin] hefur skorað fjöldann allan af mörkum og gefur liðinu mjög mikið en svo er Richy einnig að skora og það á réttum tíma. 1-0 í síðasta leik og 1-0 í dag svo hann er búinn að tryggja okkur sex stig í tveimur leikjum. Svo það er mjög mikilvægt að fá mörk frá öllum,“ sagði Gylfi Þór að lokum er hann var spurður út í mikilvægi Richarlison.

Brasilíumaðurinn hefur skorað í fjórum leikjum í röð núna. Síðustu tvö mörk hans hafa bæði komið eftir sendingar frá Gylfa. 

Everton er eins og áður sagði komið í Meistaradeildarsæti eftir gott gengi undanfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×