fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

KSÍ fór gegn eigin reglum þegar Arnari var bannað að velja Kolbein – „Það var tekin hálfgerð panikk ákvörðun“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. mars 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Verkferlar KSÍ í kjölfar krísu Hvaða verkferlar eru til staðar hjá KSÍ þegar kemur að tilkynningum um kynferðisbrot og hafa þeir breyst í kjölfar krísu árið 2021?,“ er titill á ritgerð sem blaðamaðurinn, Jóhann Ingi Hafþórsson hefur skilað af sér og er nú aðgengileg á Skemmunni.

Í ritgerð Jóhanns sem starfar sem blaðamaður á Morgunblaðinu fer hann yfir þá krísu sem skapaðist hjá KSÍ þegar leikmenn í liðinu voru sakaðir um kynferðisbrot. Í ritgerð Jóhanns er rætt við starfsmenn KSÍ sem voru á staðnum þegar allt fór í bál og brand.

Meira:
Ný ritgerð varpar skýrara ljósi á KSÍ krísuna: Ekki góð hugmynd að ræða við RÚV – „Það var ákvörðun Guðna og ráðgjafanna“

Klara Bjartmarz , framkvæmdarstjóri KSÍ er ein af þeim sem ræðir við Jóhann Ingi í ritgerðinni. „Eins og greint er frá í skýrslu úttektarnefndar KSÍ taldi Klara Bjartmarz til að mynda að málið sem sneri að Kolbeini Sigþórssyni væri með öllu lokið. Sátt hafði náðst í málinu og eins og nefnt er í skýrslunni, þá var málið komið í „baksýnisspegilinn“. Hagsmunaaðilar voru því ekki sammála, þar sem KSÍ þaggaði málið niður. Hagsmunaaðilar kröfðust svara frá KSÍ, sem varð til þess að upp kom staða sem sambandið átti erfitt með að fóta sig í. Úr varð krísa sem hafði mikil áhrif á starfsemi sambandsins,“ segir í ritgerð Jóhanns

Málið fór í hámæli þegar þáverandi formaður KSÍ, Guðni Bergsson fór í viðtal við RÚV og var í kjölfarið sakaður um að hafa sagt ósatt um málefni Kolbeins Sigþórssonar, þá landsliðsmanns í knattspyrnu. Í ritgerð Jóhanns segir. „Innrömmun getur skipt sköpum í krísustjórnun og vildi KSÍ ramma hlutina inn á ákveðinn hátt. Sambandið vildi gera lítið úr málinu, eins og orð Guðna í Kastljósi gáfu til kynna, þar sem hann vildi meina að ekkert erindi hafi borist KSÍ vegna kynferðisofbeldi. Þá sendi sambandið frá sér yfirlýsingu í þeim tilgangi að stýra umræðunni á þann veg að KSÍ hafi engar tilkynningar borist og hart yrði tekið á hvers kyns tilkynningum um kynferðisofbeldi,“ skrifar Jóhann og heldur svo áfram.

Mál Kolbeins:

Í ritgerðinni kemur fram að það hafi verið rangt af KSÍ að setja Kolbein Sigþórsson úr landsliðshópnum haustið 2021. Mál sem hafði verið lokið fyrir nokkrum árum var dregið fram í sviðsljósið og stjórn KSÍ ákvað að banna Arnari Viðarssyni að velja Kolbein í verkefnið sem var að hefjast. Síðan þá hefur Kolbeinn ekki spilað fótbolta og er líklega hættur þeirri iðkun.

„Eftir Kastljósviðtalið afdrifaríka var Kolbeinn Sigþórsson tekinn út úr landsliðshópnum, sem Ómari þótti furðuleg ákvörðun. Reglurnar eru skýrar: Ef leikmaður er til rannsóknar spilar hann ekki fyrir íslenska landsliðið. Kolbeinn var á þessum tíma ekki til rannsóknar, þar sem það hafði farið í gegnum lagakerfið og var því lokið,“ segir í ritgerð Jóhanns.

Meira:
Ný ritgerð varpar skýrara ljósi á KSÍ krísuna: Ekki góð hugmynd að ræða við RÚV – „Það var ákvörðun Guðna og ráðgjafanna“

„Það voru reglur í gildi og reglurnar voru þannig að ef leikmaður var til rannsóknar, þá spilaði hann ekki fyrir íslenska landsliðið á meðan það er í gangi,“ sagði Ómar Smárason, samskiptafulltrúi KSÍ um málið.

„Málið með Kolbein var þannig að vorið 2018, það fór í réttarkerfið. Það kom niðurstaða í það tiltekna mál. Þar með hefði Kolbeinn ekki getað við valinn á meðan það mál var í gangi, en svo lýkur því og þá kemur hann aftur til greina. Hann var samt aldrei að fara að vera valinn á meðan málið var í gangi, því hann var aldrei að fara að spila þar sem hann var meiddur hvort eð er. Það var þægilegt og auðvelt að leysa. Svo komu einhverjir orðrómar um hann, um eitthvað meira. Við því getum við ekki brugðist, með því að velja ekki leikmanninn. Svo er það samt gert, eftir viðtalið við Guðna, þar sem hann segir að það hafi ekki neitt mál komið inn á borð til okkar. Hvort sem hann gleymdi því, eða viljandi gleymdi því, ég veit það ekki. Það skiptir engu máli. Úr því varð þessi stóri dómur, úr því kemur þetta. Þá kom upp spurningin: Getum við valið Kolbein?,“ segir Ómar í ritgerðinni.

„Af hverju ættum við ekki að velja Kolbein? Þá var þetta eina málið sem var í gangi og við gátum ekki valið hann út frá þeim forsendum að hann hafi einu sinni verið sakaður um… og farið í gegnum eitthvað ferli. Því var síðan lokið. Í dag hefði Kolbeinn komið til greina í hópinn. En þarna var til eitthvað millitímabil, eitthvað limbó, þar sem enginn vissi hvað átti að gera. Það var tekin hálfgerð panikk ákvörðun að við gætum ekki valið Kolbein. Ef við hugsum til baka, hvers vegna ekki? Það var mál frá 2018, því var lokið en svo í kjölfarið heyrðum við um fleiri mál gegn Kolbeini sem við höfðum ekki hugmynd um. Þá hefði verið rétt hjá okkur að velja Kolbein, en við gerðum það ekki. Ef hann er sýknaður eða málið látið niður falla, þá má hann vera valinn en ekki ef hann er dæmdur,“ segir Ómar.

Jóhann Ingi sem skrifar ritgerðina kemst svo að þessari niðurstöðu og skrifar.  „Mál Kolbeins Sigþórssonar, sem rætt var um í viðtalinu afdrifaríka, hafði farið í gegnum réttarkerfið og hann borgaði fórnarlambi sínu miskabætur, án þess þó að hafa verið dæmdur sekur (Kolbeinn sá sem greiddi Þórhildi miskabætur, 2021). Samkvæmt reglum KSÍ var Kolbeini því frjálst að leika með landsliðinu. Þrátt fyrir það ákvað KSÍ að taka hann úr landsliðinu, væntanlega til að reyna að róa stöðuna. KSÍ fór því gegn eigin regluverki í þessu tilviki. Í kjölfarið varð pressan að taka fleiri leikmenn úr landsliðinu meiri, þrátt fyrir að þeir hafi ekki heldur verið dæmdir sekir,“ segir að endingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði