fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Útskriftarárgangur Verzlunarskólans klofinn vegna útskriftarferðar – „Þetta er bull“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 18:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að nú séu flestir með hugann við veturinn og jólin sem eru framundan þá hugsa menntaskólanemar á síðasta ári með hlýju til útlanda. Þessa stundina eru flestir menntaskólar að undirbúa útskriftarferð, Verzlunarskólinn er að sjálfsögðu í þeim hópi og er ferðinni heitið til Krítar á Grikklandi.

Undirbúningurinn fyrir ferðina hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig og er útskriftarárgangurinn nú klofinn. Ástæðan fyrir klofningnum er sú að tímasetning ferðarinnar hentar einstaklega illa fyrir þá nemendur Verzlunarskólans sem ætla sér að fara í inntökupróf í læknisfræði.

Eins og staðan er núna er áætlað að nemendur fari í ferðina skömmu eftir útskrift og komi heim rétt áður en inntökuprófið í læknisfræðina er haldið. Þeir nemendur sem stefna í læknisfræðina fá því ekki almennilegan tíma til að læra fyrir prófið ef þeir vilja fara í útskriftarferðina.

Koma að lokuðum dyrum hjá skólastjórn

DV ræddi við nemendur í Verzlunarskólanum sem ætla sér að fara í inntökuprófið. Nemendurnir furða sig á því að skólastjórnin komi þeim ekki til hjálpar og nefna sem dæmi að í öðrum skólum er séð til þess að útskriftarferðin stangist ekki á við inntökupróf.

„Mesta óánægjan felst í því að skólastjórn er ekki að hjálpa okkur sem erum þannig séð í minnihluta í skólanum, því það eru náttúrulega ekki allir að fara í prófið. En við erum mjög stór hópur núna, það eru alveg yfir 10% af árgangnum sem er að fara í prófið.“

Þegar nemandi í skólanum leitaði hjálpar hjá GunnIngu Sívertsen, skólastjóra Verzlunarskóla Íslands, komu þau að lokuðum dyrum. GunnInga útskýrði í tölvupósti til nemandans hvers vegna skólastjórnin væri ekki að beita sér fyrir ákveðnum dagsetningum. Hún segir að þar sem skólinn standi ekki fyrir útskriftarferðinni sé það ekki í höndum skólastjórnar að ákveða dagsetningar.

„Við vitum eiginlega ekki alveg hvert við eigum að leita því við erum í miklum minnihluta. Við vitum ekki hvað við eigum að gera ef skólastjórnin ætlar ekki að hjálpa okkur. Þá þarf maður að velja á milli þess að fara í útskriftarferð sem er bara „once in a lifetime“ dæmi eða að taka læknisfræðipróf sem er líka búið að vera draumur lengi.“

„Restin er ekki að fara að taka tillit til þessara 10 prósenta“

Ferðaskrifstofan gaf nemendum tvo valkosti um tímasetningar, annars vegar fyrir prófin og hins vegar eftir prófin. Nemendurnir sem DV ræddi við sögðu að seinni ferðin hefði virkað mun betur fyrir þá sem stefna á læknisfræðina. „Því þá gætum við sem ætlum að taka prófið flogið út þrem dögum seinna, þannig myndum við ná næstum allri ferðinni, ná að læra fyrir prófin og taka þau fyrir ferðina.“

Eftir ábendingar frá skólastjórninni ákvað 3. bekkjarráð, sem sér um að skipuleggja ferðina, að láta árganginn kjósa um í hvora ferðina ætti að fara. Í gær tilkynnti ráðið að niðurstöður kosninganna væru komnar og að fyrri útskriftarferðin hafi orðið fyrir valinu. Nemendurnir sem stefna á læknisfræðina gagnrýna kosningarnar harðlega og segja þær ekki hafa verið réttmætar.

„Það auðvitað gengur ekki upp. Restin er ekki að fara að taka tillit til þessara 10 prósenta. Þetta var líka ekki réttmæt kosning. Þau segja að það sé ótrúlega mikið af fólki sem vildi fara í fyrri ferðina en þau eru ekki með neinar heimildir á bakvið það. Það benda bara allir fingrum í einhverjar áttir, 3. bekkjarráð gerir það og skólastjórnin gerir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“