Danskur miðjumaður í Þór

Marc Rochester er kominn til Þórs.
Marc Rochester er kominn til Þórs. Ljósmynd/Öster

Knattspyrnudeild Þórs hefur gengið frá samningi við danska miðjumanninn Marc Rochester. Hann kemur til Akureyrarfélagsins frá Öster í Svíþjóð.

Rochester hefur leikið 93 leiki í dönsku úrvalsdeildinni og skorað í þeim sex mörk. Þá hefur hann einnig leikið töluvert í dönsku B-deildinni.

Undanfarin þrjú tímabil hefur hann verið hjá Öster í Svíþjóð og leikið undir stjórn Srdjan Tufegdzic, sem lék með og þjálfaði KA lengi.

Hann var í stóru hlutverki hjá Öster á síðustu leiktíð og skoraði fimm mörk og lagði upp þrjú til viðbótar í 26 leikjum í næstefstu deild Svíþjóðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert