Viðskipti innlent

Þrír sérfræðingar ganga til liðs við Attentus

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Monika Katarzyna Waleszczynska, María Klara Jónsdóttir og Jóhann Pétur Fleckenstein.
Monika Katarzyna Waleszczynska, María Klara Jónsdóttir og Jóhann Pétur Fleckenstein. Vísir

Attentus – mannauður og ráðgjöf hefur fengið til liðs við sig þrjá öfluga sérfræðinga. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að mikil aukning hafi verið í úttektum á mannauðsmálum og samskiptum. Nýja fólkið komi inn í öflugt samskiptateymi Attentus, ásamt því að sinna mannauðsráðgjöf og lögfræðiráðgjöf á sviði vinnuréttar.

Þá býður Attentus upp á nýja þjónustu með áherslu á stjórnun erlendra starfsmanna og fræðslu og ráðgjöf um menningarmun.

Jóhann Pétur Fleckenstein hefur lokið meistaragráðu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc. í sálfræði frá sama skóla. Jóhann starfaði áður sem mannauðsstjóri hjá Klettabæ ehf. sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu fyrir börn og ungmenni.

María Klara Jónsdóttir er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi en hún lauk meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og stundaði einnig nám við lagadeild Stokkhólmsháskóla. María Klara starfaði síðast sem héraðsdómslögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni og sem lögfræðingur endurupptökunefndar. Áður starfaði María Klara sem mannauðsstjóri flugfreyja og flugþjóna hjá Icelandair.

Monika Katarzyna Waleszczynska hefur lokið MLM gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og BS gráðu í ferðamálafræði með aukagrein í þjóðfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur einnig lokið námskeiði í stjórnun og forystu í ferðaþjónustu frá Opnum Háskóla við Háskólann í Reykjavík og er með Leiðsagnapróf frá Leiðsöguskólanum.

Monika starfaði áður hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum og á ráðningasviði Capacent og Vinna.is, ásamt því að sinna krefjandi verkefnum í samfélagstúlkun og þýðingum í gegnum tíðina.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×