Farþegum Icelandair fjölgar á milli ára

Þotur Icelandair
Þotur Icelandair mbl.is/Árni Sæberg

Heildarfjöldi farþega Icelandair í aprílmánuði hækkaði um 4% á milli ára. Það sem af er ári hefur félagið flutt meira en eina milljón farþega.

Frá þessu er greint í tilkynningu Icelandair.

Í apríl 2023 var heildarfjöldi farþega rúmlega 295 þúsund, sem er tólf þúsund minna en í apríl á þessu ári þegar þeir voru 307 þúsund. 

Þá jókst framboð Icelandair um 11% frá apríl á síðasta ári, farþegaflutningar mældir í tekjufarþegakílómetrum jukust um 8% og var sætanýting 81%.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist ánægður með að sjá árangur fyrirtækisins, sem „skýrist af skýrum áherslum félagsins og frábærri vinnu Icelandair teymisins,“ að því er fram kemur í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK