Erlent

Opnað fyrir möguleikann á að Ægisif verði að mosku

Andri Eysteinsson skrifar
Ægissif er einn mest sótti ferðamannastaður heims.
Ægissif er einn mest sótti ferðamannastaður heims. Mynd/Hot toIstanbul

Tyrkneskur dómstóll hefur ákvarðað að Ægisif, helsta kennileiti Istanbúl, sem betur er þekkt sem Haga Sophia verði ekki lengur skilgreind sem safn. Með því verður hægt að ganga að kröfu tyrkneskra þjóðernissinna og trúarhópa sem óskað hafa eftir því að byggingunni verði breytt í mosku á nýjan leik.

Ægisif, eða Sofíukirkjan, var byggð í tíð Austrómverska keisaradæmisins á 6. öld. Hún var helsta dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar í fleiri aldir. Þegar Mikligarður, eins og norrænir menn kölluð borgina, féll í hendur Tyrkjaveldis árið 1453 voru fjórir bænaturnar reistir við kirkjuna og henni breytt í mosku. Mustafa Kemal Ataturk, stofnandi tyrkneska lýðveldisins, lét breyta Ægisif í safn árið 1934 sem laðar að sér milljónir ferðamanna árlega.

Byggingin er á heimsminjaskrá UNESCO og hvöttu samtökin Tyrki til að hrófla ekki við stöðu hússins sem hefur eins og áður segir verið safn síðan fyrir seinni heimsstyrjöld.


Tengdar fréttir

Rétttrúnaðarkirkjan mótmælir kröfu um að Ægisif verði moska

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan telur óásættanlegt ef Ægisif í Istanbúl verður breytt úr safni í mosku eins og hópur tyrkneskra þjóðernissinna og múslima gerir kröfu um. Fleiri trúar- og stjórnmálaleiðtogar hafa gagnrýnt mögulega breytinguna.

Niðurstöðu beðið um hvort Ægisif verður breytt aftur í mosku

Æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands íhugar nú kröfu þjóðernissinna og trúarhópa um að Ægisif, helsta kennileiti Istanbúl, verði breytt aftur í mosku. Lögmaður tyrkneska ríkisins leggst gegn kröfunni en niðurstöðu er að vænta innan tveggja vikna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×