Þurfum að ráða betur við pressuna

Guðmundur Guðmundsson þungur á brún í kvöld.
Guðmundur Guðmundsson þungur á brún í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er búið að spenna bogann rosalega, bæði utanaðkomandi aðilar og leikmenn líka,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í samtali við mbl.is eftir sigurinn á Brasilíu í lokaleik liðsins á HM í kvöld.

Miklar væntingar voru bundnar við íslenska liðið fyrir mótið og því mikil vonbrigði að komast ekki í átta liða úrslit.

„Ég hef alltaf talað um að það sé mikilvægt að taka eitt skref í einu og það þarf að klára riðlakeppnina áður en þú ferð að hugsa um eitthvað meira.

Fyrir þetta lið og þennan hóp er þetta í fyrsta skipti sem pressan er gríðarleg. Eftirvæntingin skapa pressu. Við þurfum að skoða það og ráða betur við það,“ sagði Guðmundur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert