Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mán 05. desember 2022 15:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óvæntustu fréttir síðustu viku - „Hafði ekki hugmynd um að þetta væri í gangi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson er nýr aðstoðarþjálfari Fram, frá því var greint fyrir viku síðan hér á Fótbolta.net. Ragnar er fyrrum landsliðsmaður sem lagði skóna á hilluna síðasta haust.

„Þetta var ógeðslega óvænt, ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri í gangi. Ég sendi honum strax skilaboð og hann sagði: ef þetta væri ekki Nonni Sveins þá hefði ég ábyggilega ekki tekið þetta á þessum tímapunkti. Hann þjálfaði okkur í Fylki og við kunnum einstaklega vel við hann. Ég spurði Kára Árna hvort hann hefði vitað af þessu, hann hafði ekki hugmynd um þetta. Þetta er svo týpískur Raggi," sagði Albert Brynjar Ingason í Dr. Football þætti dagsins. Hann og Raggi eru mjög góðir vinir.

Tíðindin voru einnig rætt í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag.

„Rosalega óvæntar fréttir. Þegar ég fékk þetta frá mínum heimildarmanni þá þurfti ég að senda á hann hvort þetta væri ekki alveg 100%. Ég þurfti að fá skjáskot af samskiptum," sagði Elvar Geir.

„Þetta var aðallega óvænt því hann sagði í viðtali við Hjörvar (Hafliðason í Dr. Football) að hann hefði engan áhuga á þessu," sagði Tómas Þór.

„Maður hélt að hann væri ekki að fara út í neina þjálfun, en skemmtilegt að honum snýst hugur og þetta er svakalegt skemmtilegt teymi. Aðalsteinn Aðalsteinsson fer í nýtt starf, afreksþjálfari, og verður væntanlega eitthvað með puttana áfram í meistaraflokknum," sagði Elvar.

„Það er vonandi að Raggi geti hjálpað þeim aðeins með varnarleikinn, fengu ekki á sig nema 63 mörk á síðustu leiktíð," sagði Tómas. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan.

Sjá einnig:
Nonni um Ragga Sig: Þetta verður örugglega gott samstarf
Raggi segist hafa hringt sjálfur í Jón - „Var aldrei að loka á neitt"
Útvarpsþátturinn - Þeir bestu, verstu og skemmtilegustu á HM
Athugasemdir
banner
banner
banner