Myndir: Snjóflóð féll í Fnjóskadal

Snjóflóð féll síðasta sólahringinn í Fnjóskadal.
Snjóflóð féll síðasta sólahringinn í Fnjóskadal. mbl.is/Þorgeir

Snjóflóð fyrir ofan Stórutjarnarskóla í Fnjóskadal sem Þorgeir Baldursson, fréttaritari mbl.is og Morgunblaðsins, tók myndir af í dag féll líklega á síðasta sólarhring.

Þetta segir Hulda Rós Helga­dótt­ir, sjóflóðasér­fræðing­ur á vakt Veður­stof­unn­ar, í samtali við mbl.is. Ekki er vitað til þess að flóðið hafi valdið skaða á innviðum.

Hulda segir að enn virðist vera hætta á votum snjóflóðum, sérstaklega úr giljum þar sem snjór hefur safnast fyrir og vatn á nú leið um.

„Þessi hætta ætti að fara smám saman minnkandi með kólnandi veðri um helgina,“ segir hún.

Snjóflóð í Fnjóskadal.
Snjóflóð í Fnjóskadal. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert