Barnalæknar flytja úr Domus Medica

Urðarhvarf 8.
Urðarhvarf 8. Ljósmynd/Aðsend

Domus barnalæknar ehf. hefur, fyrir hönd um það bil 30 barnalækna sem starfað hafa í Domus Medica undanfarin ár, tekið á leigu húsnæði í Urðarhvarfi 8 í Kópavogi. Áætlað er að flytja starfsemina um áramótin og verður hún með svipuðu sniði og áður. 

Einnig flyst kvöld- og helgarvakt Barnalæknaþjónustunnar í sama húsnæði og verður hún, samkvæmt tilkynningu, starfrækt alla daga ársins eins og verið hefur. Auk barnalækna flytja í nýja húsnæðið háls-, nef- og eyrnalæknar úr Domus Medica og rannsóknarstofan Sameind. 

Í Urðarhvarfi eru fyrir, Orkuhúsið, röntgenþjónusta og fleiri heilbrigðistengd starfsemi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert