fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Fréttir

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ekki lengur með lengsta nafn á Alþingi

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 19. október 2021 22:30

Mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ekki lengur nafnlengsti þingmaður Íslands, en titlinum stal Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, sem kom fersk inn fyrir Pírata eftir síðustu kosningar.

Ítarlega samantekt á nafnlengd þingmanna er að finna í hópnum en meðlimir hópsins hafa það að áhugamáli, að finna óáhugaverðar staðreyndir úr heimi stjórnmála og deila með öðrum meðlimum hópsins.

Um 1.800 manns tilheyra hópnum.

Samkvæmt þessari sömu samantekt bera Píratar og Viðreisnarmenn lengstu nöfnin að meðaltali, eða 25 stafi. Þá kemur Framsókn næst með 24.

Næstu sæti eru sem hér segir, og er birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir: 41
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir: 36
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: 33
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir: 31
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: 30
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 29
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir: 28
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: 28

Athygli er þó vakin, í umræður undir færslunni, að Arndís kennir sig við báða foreldra. Færi Þórdís Kolbrún þá leið er engin vafi á því að hún myndi sópa verðlaunasætinu aftur til sín.

Þá má jafnframt nefna að fáir ættu roð í Þórdísi í keppni um lengst nafn og titil, en Þórdís Kolbrún heitir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og er Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Samtals eru það 79 stafir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ellefu hljóta myndarlegan styrk upp á 3,5 milljónir króna frá stofnun Leifs Eiríkssonar

Ellefu hljóta myndarlegan styrk upp á 3,5 milljónir króna frá stofnun Leifs Eiríkssonar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fleiri nýleg gjaldþrot Ásgeirs – Mörg hundruð milljónir í súginn

Fleiri nýleg gjaldþrot Ásgeirs – Mörg hundruð milljónir í súginn
Fréttir
Í gær

169 einstaklingar sem finnast ekki

169 einstaklingar sem finnast ekki
Fréttir
Í gær

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki
Fréttir
Í gær

Fjölmiðlamenn takast á um boð og boðun – „Uppi typpið á þeim Hádegismóamönnum“

Fjölmiðlamenn takast á um boð og boðun – „Uppi typpið á þeim Hádegismóamönnum“
Fréttir
Í gær

Eiginmaður Birnu afplánar 10 ára dóm – „Sú sorg er bara eins og þegar einhver deyr“

Eiginmaður Birnu afplánar 10 ára dóm – „Sú sorg er bara eins og þegar einhver deyr“
Fréttir
Í gær

Skyndilegur áhugi eldri íhaldsmanna á Eurovision – Hrifnir af Ísrael og Heru

Skyndilegur áhugi eldri íhaldsmanna á Eurovision – Hrifnir af Ísrael og Heru
Fréttir
Í gær

Sátu fyrir fangaflutningabíl í Frakklandi – Skutu þrjá fangaverði til bana og frelsuðu fíkniefnafól sem ber viðurnefnið „Flugan“

Sátu fyrir fangaflutningabíl í Frakklandi – Skutu þrjá fangaverði til bana og frelsuðu fíkniefnafól sem ber viðurnefnið „Flugan“