Útisigur hjá Norrköping og góð von um Evrópusæti

Ísak Bergmann Jóhannesson
Ísak Bergmann Jóhannesson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Norrköping er í 4. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir fínan útisigur í kvöld í næstsíðustu umferðinni á Hammarby sem fyrir vikið situr eftir í sjöunda sætinu.

Norrköping vann 1:0 og styrkti verulega stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti og var Ísak Bergmann Jóhannesson í byrjunarliðinu. Lék hann fyrstu 87 mínúturnar fyrir Norrköping en Aron Jóhannsson gat ekki leikið með Hammarby þar sem hann tók út leikbann. Fyrir Hammarby þýðir tapið að Evrópusæti er ekki lengur í myndinni.

AIK tapaði á heimavelli fyrir Kalmar 0:1 en AIK gengur ekki vel á tímabilinu og er í 9. sæti. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður á 66. mínútu.

Kalmar er í 14. sæti og í baráttu um áframhaldandi veru í efstu deild, Allsvenskan. Liðið getur enn fallið fyrir lokaumferðina en mun að öðrum kosti þurfa að fara í umspil um áframhaldandi sæti í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert