Munu malbika í Reykjavík fyrir rúman milljarð

Malbikað verður fyrir alls um 842 milljónir króna í Reykjavíkurborg í sumar. Gert er ráð fyrir að hægt verði að hefja framkvæmdir við fræsun og yfirlagnir í maí og áætlað að þeim ljúki í september.

Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. 

Til viðbótar er kostnaður við hefðbundnar malbiksviðgerðir áætlaður um 230 milljónir króna en malbiksviðgerðir fara fram allt árið. Heildarupphæð malbikunarframkvæmda í Reykjavík á árinu 2024 er því áætluð 1.072 milljónir króna, segir enn fremur. 

Borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út malbikunarframkvæmdir ársins á fundi sínum fimmtudaginn 11. apríl. 

Nánar hér og hér má sjá hvaða götur og götukaflar eru í forgangi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert