fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Önnur íslensk lögreglukona með vafasamt merki á búningi sínum – „Krútt fasismi, en dúllulegt“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 22. október 2020 16:10

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson/Alamy.se

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd af íslenskri lögreglukonu vakti mikla athygli í gær vegna merkja sem hún var með á sér við störf sín. Vildu margir meina að merkin væru rasísk en lögreglukonan hafnaði því alfarið. Hún sagði að um væri að ræða merki sem lögreglumenn um allan heim skiptist á.

Í samtali við RÚV sagðist lögreglukonan til að mynda vera að senda eitt slíkt merki til lögreglumanns í Bretlandi eftir að hann hafði samband við hana í gegnum samskiptamiðla. Þá sagði hún einnig að mjög margir lögreglumenn séu með svipuð merki á sínum lögreglubúningum.

„Krúttvæðing rasista og talsmanna lögregluríkis“

Lögreglukonan virðist hafa rétt fyrir sér þegar hún segir að fleiri innan lögreglunnar beri svipuð merki. Í mynd sem deilt var inn á Facebook-hópinn Pírataspjallið má sjá aðra lögreglukonu sem sýnir sitt merki með bros á vör. Merkið sem um er að ræða á þeirri mynd er merki Marvel-persónunnar Punisher. Merkið hefur mikið verið notað í samhengi við gróft ofbeldi og manndráp í baráttu gegn glæpum.

Á myndinni af íslensku lögreglukonunni má sjá að hauskúpan er bleik, með slaufu og kattahár. Þetta virðist vera gert til að blanda vinsælu persónunni Hello Kitty við Punisher merkið. „Krúttvæðing rasista og talsmanna lögregluríkis er eflaust göfugt markmið einhversstaðar,“ segir maðurinn sem deilir myndinni um aðkomu Hello Kitty í merkinu.

Myndin hefur einnig vakið athygli á samfélagsmiðlinum Twitter en mikið var fjallað um hina myndina þar í gær. „Hér mætti bæta við þessari mynd, þetta virðist vera dreifðara innan lögreglunnar en maður heldur,“ sagði aðilinn sem deildi myndinni. „Krútt fasismi, en dúllulegt,“ sagði annar.

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson/Alamy.se

„Gjörsamlega ólöglegt“

Nokkrir aðilar í athugasemdunum vilja meina að merkið tengist ekki rasisma en þá kemur annar maður með mótsvar við því. „Þó svo að Punisher logo hefði ekki verið tekið í notkun hjá rasista, hvað er löggan að gera með Punisher á sig? Eru þeir að punisha [refsa] fólki? Er það starf þeirra? Er það gaman og fyndið að punisha fólki, eins og þessi lögregluþjónn gefur í skyn?“

Þá bendir annar á það að persónan sem merkið er kennt við er ádeila á „Vigilante Justice“, það er að segja þá sem taka lögin í sínar hendur með ofbeldi. „Það sem mér þykir allra merkilegast er hvernig notkun þessa merkis er gjörsamlega til marks um að lögreglumenn og aðrir notendur merkisins hafi ekki lesið Punisher og ef svo, hafa ekki náð ádeilunni á „Vigilante justice“, sem er, nota bene, gjörsamlega ólöglegt og ekki eitthvað sem lögreglan ætti að tileinka sér. Punisher er þekktur fyrir að refsa utan dóms og laga. Það er akkúrat EKKI hvað lögreglan á að standa fyrir.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis