Fótbolti

Báðir synirnir í franska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lilian Thuram að fylgjast með leik hjá OGC Nice þar sem yngri sonur hans Khéphren spilar.
Lilian Thuram að fylgjast með leik hjá OGC Nice þar sem yngri sonur hans Khéphren spilar. Getty/John Berry

Lilian Thuram getur verið stoltur af strákunum sínum því þeir eru báðir í nýjasta franska landsliðshópnum.

Thuram spilaði á sínum tíma 142 leiki fyrir franska landsliðið og varð bæði heims- og Evrópumeistari með liðinu.

Hinn 21 árs gamli Khéphren Thuram var valinn í hópinn í fyrsta sinn en áður hafði eldri bróðir hans Marcus verið í liðinu.

Khéphren spilar sem miðjumaður hjá Nice en hann er á sínu fjórða tímabili með liðinu.

Marcus er fjórum árum eldri en hann spilar sem framherji eða vinstri kantmaður hjá þýska liðinu Borussia Mönchengladbach.

Marcus hefur þegar leikið níu leiki með A-landsliði Frakka en hafði áður leikið fjörutíu leiki fyrir yngri landsliðin.

Khéphren hafði leikið 43 leiki fyrir yngri landslið Frakka þar af tíu leiki fyrir 21 árs landsliðið.

Lilian Thuram á báða strákana með fyrstu konu sinni Söndru en þeir komu í heiminn á Ítalíu þegar hann lék með Parma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×