Dregið í riðla fyrir heimsmeistaramótið

Royal Never Give Up, sigurvegarar MSI 2021 sem haldið var …
Royal Never Give Up, sigurvegarar MSI 2021 sem haldið var í Laugardalshöll, lentu í C-riðli ásamt PSG Talon og Fnatic. Skjáskot/twitter.com/RoyalNeverGiveUp

Heimsmeistaramótið í leiknum League of Legends, Worlds 2021, sem haldið verður á Íslandi nálgast óðfluga. Tuttugu og tvö lið frá öllum heimshornum koma til Íslands til að keppa og fara fyrstu leikir mótsins fram 5. október næstkomandi.

Tuttugu og tvö lið mæta til Íslands

Þrátt fyrir að tuttugu og tvö lið mæti til leiks í upphafi, keppa aðeins sextán lið í aðalkeppni mótsins, sem verður riðlakeppni.

Tólf lið hafa fyrir mótið tryggt sér sæti í riðlakeppninni, en hin tíu liðin þurfa að spila í svokölluðum „play-ins“, sem hægt er að líkja við undankeppni fyrir riðlakeppnina. 

Riðlarnir

Þau lið sem enda í fjórum efstu sætunum í „play-ins“ tryggja sér sæti í riðlakeppninni. Verða riðlarnir fjórir, og fjögur lið í hverjum riðli. Er nú komið í ljós hvaða lið verða saman í riðli, en þrjú lið voru dregin í hvorn riðil og fjórða lið hvers riðils ákvarðast af úrslitum í „play-ins“.

Hér má sjá hvernig þeim tólf liðum sem fara beint …
Hér má sjá hvernig þeim tólf liðum sem fara beint í riðlakepnnina er raðað niður. Skjáskot/Liquipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert