„Menn mega gagnrýna eins og þeir vilja“

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Kristinn Magnússon

„Það er erfitt að útfæra þetta þannig að öllum líki,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir spurður út í umkvartanir verslunareigenda sem margir telja að 10 manna takmörk inni í verslunum séu yfirdrifin aðgerð í sóttvarnarmálum.

Þær afdráttarlausu línur sem dregnar hafa verið í þessum síðustu takmörkunum veirufaraldursins hafa komið sér illa fyrir sumar verslunareigendur. Þannig benti Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko á það í Morgunblaðinu á mánudag að auðveldlega hefði verið hægt að tryggja fjarlægðarmörk upp á tvo metra í verslunum fyrirtækisins án þess að vera með tíu manna takmörk inni í verslunum.

Á sama tíma hafa verið veittar undanþágur í matvöru og lyfjaverslunum þar sem allt að 50 manns mega vera inni í einu svo lengi sem tveggja metra reglan er virt. Er þetta einungis eitt dæmi um það sem gerir það að verkum að fólk veltir upp ósamkvæmni í löggjöfinni. Margur golfarinn lét t.a.m. í sér heyra í tengslum við bann við golfiðkun í haust þar sem rök þóttu ekki hníga að því hvers vegna ekki væri leyfilegt að ganga með kylfu en heimilt væri að fara í göngutúr á sama tíma. 

Röð fyrir utan ÁTVR í Skeifunni.
Röð fyrir utan ÁTVR í Skeifunni. Kristinn Magnússon

Nógu erfitt að fara eftir hreinum línum 

„Þessar hreinu línur sem höfum verið að draga eru vegna þess að það er mjög erfitt að heimfæra þær í útfærslu fyrir allar útgáfur fyrirtækja eða staða. Þessar hreinu línur skapa fullt af spurningum og gagnrýni en við höfum áður reynt að aðlaga þetta að einstaka starfsemi en það skapar líka margar spurningar. Það er því mjög erfitt að útfæra þetta þannig að öllum líki. Við erum hins vegar að beita þessum hörðu aðgerðum eins stutt og hægt. Þessar almennu aðgerðir hafa verið að skila mjög góðum árangri. Auðvitað er það þannig að mönnum finnst þetta stundum vera ósanngjarnt og aðgerðirnar ekki eiga við sig en það er mjög erfitt í framkvæmd að vera með sérreglur fyrir alla. Það er nógu erfitt að láta menn fara eftir hreinum línum,“ segir Þórólfur  

Finnst þér að gagnrýni í þessa átt ætti frekar að beinast að ráðherra frekar þér þar sem ábyrgðin liggur þar?   

„Nei alls ekki. Menn mega gagnrýna eins og þeir vilja. Gagnrýnin er ekki á einn veg. Sumir segja of hart gengið fram á meðan aðrir segja ekki nógu hart gengið fram. Við verðum að reyna að gera þetta skynsamlega fyrir alla. Enda hefur þetta skilað árangri og það er mikilvægt að menn horfi á það,“ segir Þórólfur. 

Þórólfur telur ekki þörf á því að beina gagnrýni að …
Þórólfur telur ekki þörf á því að beina gagnrýni að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, fremur en sér. Árni Sæberg

Hefurðu einhver skilaboð til fólks sem hefur jafnvel eitthvað til síns máls þar sem aðstæður geta verið ólíkar í samfélaginu? 

 „Það eru allir að kvarta og finnst þetta ósanngjarnt. Við höfum verið að biðla til fólk sjá af hverju við erum að þessu. Við erum að reyna að koma í veg fyrir allar hópamyndanir, sama hvaða nafni þær nefnast. Mörgum finnst þeim ekki passa inn í þetta og vilja fá sérreglur en það er erfitt að fá sérreglur fyrir hverja starfsemi. Sérstaklega þar sem reglan er kannski í tvær vikur áður en næstu reglur eru teknar upp. Menn mega gagnrýna það, hvort sem það berist að mér eða öðrum. 

Hefurðu skilning á umkvörtunum fólks?

„Já, já, en mér finnst oft skorta skilning á því sem við erum að gera,“ segir Þórólfur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert