Nýliðarnir fá sterkan miðvörð

Felipe í leik með Atlético Madríd gegn Liverpool í Meistaradeild …
Felipe í leik með Atlético Madríd gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. AFP

Nýliðar Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa samið við hinn reynda brasilíska miðvörð, Felipe. Hann kemur frá Atlético Madríd og skrifaði undir eins og hálfs árs samning.

Felipe, sem er 33 ára, gekk til liðs við Atlético frá Porto sumarið 2019 og vann spænska meistaratitilinn með liðinu árið 2021.

Hann hefur leikið fjölda leikja í Meistaradeild Evrópu með bæði Atlético og Porto auk þess að eiga tvo A-landsleiki fyrir Brasilíu.

Jonjo Shelvey er einnig á leið til Forest frá Newcastle United, en hann kvaddi stuðningsmenn Newcastle í kvöld þegar liðið mætti Southampton í enska deildabikarnum.

Forest á hins vegar enn eftir að staðfesta vistaskipti Shelvey.

Sama er að segja um markvörðinn reynda Keylor Navas sem virðist vera á leið til Nottingham Forest frá París SG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert