Erlent

Barn grunað um að hafa orðið tíu ára stúlku að bana á Skáni

Atli Ísleifsson skrifar
Kyrkskolan í Svedala, sem er um tuttugu kílómetrum suðaustur af Malmö.
Kyrkskolan í Svedala, sem er um tuttugu kílómetrum suðaustur af Malmö. Svedala

Barn sem er yngra en fimmtán ára er grunað um að hafa valdið að dauða tíu ára stúlku sem féll af þaki íþróttahúss skóla í bænum Svedala á Skáni í Svíþjóð síðastliðinn sunnudag.

Saksóknarar á Skáni greina frá þessu í dag, en sænskir fjölmiðlar sögðu frá dauðsfallinu á sunnudag. 

Fram kemur að við rannsókn á málinu hafi kviknað grunsemdir um að annað barn hafi valdið því að stúlkan hafi fallið af þaki Kirkjuskólans í Svedala, sem er að finna um tuttugu kílómetra suðaustur af Malmö.

Saksóknarinn Pernilla Nilsson segir lögreglu vera komna með nokkuð skýra mynd af því sem gerðist, þó að hún geti ekki greint frá því á þessu stigi máls. Hún vill ekki greina frá nákvæmum aldri barnsins sem grunað er um verknaðinn.

Lögreglu barst tilkynning um að barn hefði fallið um tíu metra af þaki íþróttahúss skólans um klukkan 20 á staðartíma á sunnudag. 

Reglulega höfðu borist ábendingar um að börn í bænum væru að leik á þaki íþróttahússins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×