Ákærður fyrir nauðgun

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is

Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir nauðgun í september árið 2018 með því að hafa að minnsta kosti tvisvar reynt að þröngva sér til endaþarmsmaka við konu sem ekki gat spornað við verknaðinum vegna svefndrunga og ölvunar.

Samkvæmt ákæru málsins hélt maðurinn áfram brotum sínum við konuna eftir þetta og reyndi einnig að þröngva getnaðarlim sínum inn í leggöng konunnar og nýtti hendur hennar til kynferðislegrar örvunar fyrir sig.

Auk þess sem saksóknari fer fram á að maðurinn verði dæmdur fyrir nauðgun fer konan fram á tvær milljónir í miskabætur í málinu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert