fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2024
Fréttir

Skúli selur 80 íbúðir á hagstæðu verði – „Tilvalið sem fyrsta eign“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. október 2020 14:53

Skúli Mogensen. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta húsnæði er þannig uppsett hvað varðar grunnteikningar og grunnstrúktúr að það hentaði mjög vel undir þessa breytingu. Þetta er hagkvæm breyting sem gerir okkur kleift að bjóða íbúðirnar á þessu lága verði,“ segir Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW Air, í samtali við DV, en hann hefur nú komið í sölu 80 íbúðum á Ásbrú á Suðurnesjum. Íbúðirnar kosta frá 14,9 milljónum króna sem er afar hagstætt verð.

Greint er frá þessu á vef Víkurfrétta. Um er að ræða tvær blokkur með 40 íbúðum hvor. Byggingarnar hýstu áður Base Hótel en húsnæðinu var umbreytt í litlar íbúðiar. 72 af íbúðunum 80 eru tveggja herbergja. Fasteignasölurnar M2 í Reykjanesbæ og Stakfell í Reykjavík eru með íbúðirnar í sölu.

Skúli segir að íbúðirnar henti mjög vel sem fyrsta eign og þar með fyrir ungt fólk. Ekkert sé því til fyrirstöðu að fólk úr Reykjavík setjist að á Ásbrú. „Leiðin á milli Reykjavíkur og Suðurnesja er stutt og er alltaf að styttast,“ segir Skúli.

Líklegt má telja að íbúðirnar seljist upp fyrr en varir. Byrjunin lofar góðu: „Við vorum með foropnun um síðustu helgi og það seldust strax 11 íbúðir, sem er mjög jákvætt,“ segir Skúli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu nýjustu treyju Víkings sem fær góð viðbrögð – ,,Óður til samfélagsins í 108″

Sjáðu nýjustu treyju Víkings sem fær góð viðbrögð – ,,Óður til samfélagsins í 108″
Fréttir
Í gær

Blaðamannafélagið og SA undirrita kjarasamninga

Blaðamannafélagið og SA undirrita kjarasamninga
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Vilja reisa vonarvita fyrir Grindavík – Upplýsta Grindavíkur geit

Vilja reisa vonarvita fyrir Grindavík – Upplýsta Grindavíkur geit
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sagði yfirmanninn hafa komið illa fram við sig og mismunað sér en var ekki nógu skýr

Sagði yfirmanninn hafa komið illa fram við sig og mismunað sér en var ekki nógu skýr