Harry Maguire fyrrum fyrirliði Manchester United er samkvæmt enskum blöðu reiður, pirraður og svekktur með ákvörðun Erik ten Hag.
Maguire var í gær sviptur fyrirliðabandinu hjá United sem hann hefur borið í rúm þrjú ár.
Erik ten Hag vill ekki að Maguire sé með bandið enda virðist hann ekki í neinum plönum þjálfarans.
Talið er næsta víst að Bruno Fernandes fái bandið en Maguire er sagður afar óhress með ákvörðunina.
Ensk blöð segja að þessi ákvörðun hafi orðið til þess að Maguire vilji nú fara og eru Chelsea, Tottenham og fleiri lið sögð skoða málið.