Smits smitaðist

Kay Smits í baráttu við Viggó Kristjánsson í leik Hollands …
Kay Smits í baráttu við Viggó Kristjánsson í leik Hollands og Íslands fyrr í keppninni. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Kay Smits, markahæsti leikmaður EM 2022 í handbolta, hefur greinst með kórónuveiruna ásamt tveimur liðsfélögum sínum í hollenska landsliðinu.

Smits hefur farið á kostum með Hollandi og er langmarkahæstur á mótinu með 45 mörk. Næstir á eftir honum koma Arkadiusz Moryto frá Póllandi með 34 mörk og Ómar Ingi Magnússon með 33 mörk.

Hinir tveir leikmenn Hollands sem greindust með smit eru þeir Jasper Adams og Samir Benghanem.

Erlingur Richardsson, aðalþjálfari Hollands, greindist í gær og fleiri leikmenn liðsins hafa greinst með veiruna á undanförnum dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert