Hægist á eftir mikinn uppgang

Mikill uppsveifla hefur verið undanfarinn áratug í innflutningi á reiðhjólum …
Mikill uppsveifla hefur verið undanfarinn áratug í innflutningi á reiðhjólum og svo síðustu ár í rafmagnsreiðhjólum og rafmagnshlaupahjólum. Eftir mjög kröftug síðustu ár varð samdráttur í fyrra. Samsett mynd

Eftir gríðarlegan uppgang í innflutningi á reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafhlaupahjólum undanfarin ár dróst innflutningur mikið saman í fyrra miðað við fyrra ár. Á þetta bæði við um fjölda innfluttra hjóla sem og verðmæti hjóla sem flutt eru inn.

Þegar horft er til fjölda tækja dróst innflutningur á rafmagnshlaupahjólum mest saman, eða um 73% milli ára. Innflutningur á rafmagnshjólum dróst saman um 47% og hefðbundnum hjólum um 42%.

Á árunum 2020 til 2022 var heildarfjöldi allra þessara tækja sem flutt hafa verið til landsins á bilinu 30.400 til 40.600 ár hvert, en í fyrra voru í heild flutt inn 15.385 reiðhjól, rafmagnsreiðhjól, rafmagnsvespur og rafmagnshlaupahjól. Nemur þetta samdrætti upp á 50% frá fyrra ári.

Þetta má lesa úr tölum Hagstofunnar yfir innflutning á þessum tækjum.

Innflutningur náði hámarki árið 2020, en þá varð sprenging í …
Innflutningur náði hámarki árið 2020, en þá varð sprenging í innflutningi á rafmagnshlaupahjólum. Árin 2021 og 2022 voru einnig stór ár og hjálpaði mikill áhugi á rafmagnshjólum. Í fyrra varð hins vegar talsverður samdráttur í heildarfjölda rafmagnsfarartækja sem flutt voru til landsins sem og í heildarverðmæti slíkra tækja. Graf/mbl.is

Fjöldi hefðbundinna reiðhjóla sem flutt eru inn dregst saman um 42% milli ára, en meðalinnkaupsverð virðist haldast svipað. Er lækkun heildarinnkaupsverðs í samræmi við fækkun hjóla sem flutt eru inn. Meðalverðmæti hvers reiðhjól er 54 þúsund krónur og lækkar úr 59 þúsund krónum árið áður

Þegar öll rafmagnstæki eru skoðuð sést að 58,9% færri slík tæki voru flutt til landsins í fyrra en árið 2022. Hins vegar lækkar innkaupaverð þessara tækja í heildina um 39,7%. Helgast það bæði af því að mun færri rafmagnshlaupahjól voru flutt inn í fyrra en árin þar á undan, en einnig af því að meðalinnflutningsverð hvers rafmagnshjóls hækkar nokkuð milli ára. Var innflutningsverðmæti þeirra að meðaltali 315 þúsund í fyrra, samanborið við 249 þúsund krónur árið áður, eða 27% hækkun. Meðalinnflutningsverð hvers rafhlaupahjóls var hins vegar 81 þúsund í fyrra og lækkaði úr 98 þúsund krónum árið áður.

Grein­in birt­ist fyrst í Hjóla­blaði Morg­un­blaðsins sem lesa má í heild hér:

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert