Þær íslensku sköruðu fram úr í Svíþjóð

Glódís Perla Viggósdóttir átti frábært tímabil í Svíþjóð.
Glódís Perla Viggósdóttir átti frábært tímabil í Svíþjóð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Rosengård í Svíþjóð er tilnefnd sem besti varnarmaður sænsku úrvalsdeildarinnar en þetta var tilkynnt í gær.

Glódís hefur átt frábært tímabil í Svíþjóð en hún lék alla leiki Rosengård á tímabilinu. Liðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar, 7 stigum á eftir toppliði Gautaborgar.

Ásamt Glódísi eru þeir Josefine Rybrink, leikmaður Kristianstad, og Natalia Kuikka, leikmaður Gautaborgar, einnig tilnefndar sem varnarmenn ársins.

Þá er Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, tilnefnd sem besti þjálfari deildarinnar en undir hennar stjórn endaði Kristianstad í þriðja sæti deildarinnar og leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Elísabet var að ljúka sínu tólfta tímabili í Svíþjóð en Maria Nilsson, þjálfari Vaxjö, og Mats Gren og Jörgen Ericsson, þjálfarar Svíþjóðameistarar Gautaborgar eru einnig tilnefndir.

Elísabet var kjörinn þjálfari ársins í sænsku úrvalsdeildinni tímabilið 2017 en þá hafnaði Kristianstad í fimmta sæti deildarinnar.

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad.
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad. Ljósmynd/@_OBOSDamallsv
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert