Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mán 05. desember 2022 17:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex Þór og Axel Óskar skora hátt í Svíþjóð
Alex Þór
Alex Þór
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Axel Óskar
Axel Óskar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Öster átti gott tímabil í Svíþjóð og var einu umspilseinvígi frá því að komast upp í efstu deild. Liðið endaði í 3. sæti deildarinnar. Alex Þór Hauksson er leikmaður liðsins og Srdjan Tufegdzic er þjálfari liðsins. Rúnar Þór Sigurgeirsson verður þá hluti af liðinu á næsta tímabili.

Alex er djúpur miðjumaður sem er samkvæmt tölfræðiskýrslum Wyscout frá tímabilinu í 5. sæti yfir leikmenn í þeirri stöðu í deildinni. Alex er Álftnesingur sem fór til Öster frá Stjörnunni fyrir tímabilið 2021.

Alex skorar hátt í boltum unnum og tæklingum á vallarhelmingi andstæðinganna.

Í Örgryte eru svo tveir Íslendingar, þeir Axel Óskar Andrésson og Valgeir Valgeirsson.

Axel, sem kom frá Riga í Lettlandi fyrir tímabilið, er í þriðja sæti yfir miðverði í deildinni. Hann skorar hátt í tæklingaprósentu og skalleinvígum. Axel var hæstur í deildinni yfir skallaeinvígi unnin, enginn í deildinni var með hærri prósentu þegar kom að skallaeinvígum unnum.

Axel vann rúmlega 77% af sínum skallaeinvígum og næsti maður var með tæplega 72%. Hann vann tólf fleiri skallabolta inn á eigin vítateig en næsti maður í deildinni.

Þá er hann í þriðja sæti í deildinni yfir blokkuð skot, skot sem komið er í veg fyrir að fari í átt að marki. Þau voru alls 29 yfir allt tímabilið.

Valgeir kom frá HK á miðju tímabili og er í 28. sæti yfir miðjumenn deildarinnar. Valgeir skoraði hátt í heppnuðum sendingum, tæplega 86% heppnaðar sendingar og boltar unnir í hverjum leik - vann boltann rúmlega níu sinnum í leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner