ESA samþykkir rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla á Íslandi

Megintilgangur ráðstöfunarinnar er því að veita einkareknum fjölmiðlum stuðning og …
Megintilgangur ráðstöfunarinnar er því að veita einkareknum fjölmiðlum stuðning og gera þeim þannig betur kleift að halda áfram að afla og miðla fréttum og fréttatengdu efni um málefni líðandi stundar og samfélagsleg málefni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur í dag samþykkt rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Markmið ráðstöfunarinnar er að bæta rekstrarskilyrði fjölmiðla og efla getu þeirra í miðlun upplýsinga til almennings. ESA segir að einkareknir fjölmiðlar séu mikilvægur hluti af heildarumhverfi fjölmiðlamarkaðarins, og sé ríkisaðstoðin réttlætanleg.

Fram kemur í tilkynningu frá ESA, að íslenski fjölmiðlamarkaðurinn sé lítill en fjölbreyttur, og nái til margs konar málefna og atvinnugreina. Hins vegar hafi fjölmiðlar staðið frammi fyrir erfiðum rekstrarskilyrðum vegna breyttra markaðsaðstæðna, neytendahegðunar og tækninýjunga, og nú síðast kórónuveirufaraldursins. 

Þann 9. júlí 2020 samþykkti ESA tímabundna ráðstöfun til að styðja við einkarekna fjölmiðla sem áttu í fjárhagserfiðleikum í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sú ráðstöfun var í gildi til 1. september 2020. 

Heildarfjárhæð ráðstöfunarinnar 724 milljónir kr.

„Íslensk stjórnvöld telja að flestir einkareknir fjölmiðlar muni halda áfram að eiga í fjárhagserfiðleikum í einhvern tíma. Megintilgangur ráðstöfunarinnar er því að veita einkareknum fjölmiðlum stuðning og gera þeim þannig betur kleift að halda áfram að afla og miðla fréttum og fréttatengdu efni um málefni líðandi stundar og samfélagsleg málefni.

Ráðstöfunin gildir til 31. desember 2022, og heimilar beina styrki til einkarekinna fjölmiðla á Íslandi til að létta undir rekstrarkostnaði þeirra. Þetta mun gera þeim kleift að halda áfram núverandi starfsemi og starfsmannafjölda. Heildarfjárhæð ráðstöfunarinnar er 724 milljónir króna,“ segir í tilkynningunni. 

Þá kemur fram, að EES-samningurinn leggi áherslu á fjölbreytileika á fjölmiðlamarkaði, og að tryggja skuli aðgengi EES-borgara að fjölbreyttu fjölmiðlaefni. Einkareknir fjölmiðlar séu mikilvægur hluti af heildarumhverfi fjölmiðlamarkaðarins, og sé ríkisaðstoðin réttlætanleg, sem fyrr segir.  

Hér má lesa ákvörðun ESA.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK