Jón skoraði og Ágúst lagði upp mark í bikarnum

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði fyrir AGF.
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði fyrir AGF. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingaliðin AGF og Horsens komust í kvöld í sextán liða úrslit dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu þar sem Jón Dagur Þorsteinsson skoraði fyrir AGF og Ágúst Eðvald Hlynsson lagði upp mark í óvæntum sigri Horsens.

AGF sótti heim hið gamalgróna félag Frem, sem nú leikur í D-deildinni, til suðurhluta Kaupmannahafnar og vann öruggan 3:0 sigur. Mörkin komu öll um miðjan fyrri hálfleik og Jón Dagur skoraði það fyrsta. Hann lék fyrstu 65 mínúturnar með Árósaliðinu.

Horsens, sem leikur í B-deildinni, vann hinsvegar óvæntan sigur, 3:2, á úrvalsdeildarliðinu Silkeborg sem Stefán Teitur Þórðarson leikur með.

Eftir að hafa lent snemma undir skoraði Horsens þrjú mörk með stuttu millibili í fyrri hálfleik og Ágúst Eðvald lagði upp eitt þeirra. Hann lék allan leikinn með Horsens og Aron Sigurðarson síðustu 20 mínúturnar. Stefán Teitur lék seinni hálfleikinn með Silkeborg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert