Þrjár Norðurlandaþjóðir tryggðu sér sæti á EM

María Þórisdóttir er komin á EM með Noregi.
María Þórisdóttir er komin á EM með Noregi. AFP

Þrjár Norðurlandaþjóðir tryggðu sér í kvöld sæti á lokamóti EM kvenna í fótbolta sem fram fer á Englandi árið 2022. Svíþjóð vann 2:0-sigur á Íslandi og tryggði sér í leiðinni efsta sæti F-riðils og sæti á EM. 

Danmörk gerði góða ferð til Ítalíu og vann 3:1-sigur í B-riðli. Nicoline Sørensen skoraði fyrsta mark Dana og Nadia Nadim bætti við tveimur mörkum og kom danska liðinu í 3:0. Valentina Giacinti lagaði stöðuna fyrir Ítalíu á 60. mínútu. Danmörk er örugg með sæti á EM eftir sigurinn. 

Noregur tryggði sér einnig sæti á EM með 1:0-sigri á Wales á útivelli í C-riðli. María Þórisdóttir lék allan leikinn með norska liðinu, en faðir hennar er Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta. Frida Maanum skoraði sigurmark Norðmanna á 61. mínútu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert