Eitt hundrað dagar á milli umferðanna

Logi Gunnarsson og félagar í Njarðvík unnu KR í fyrstu …
Logi Gunnarsson og félagar í Njarðvík unnu KR í fyrstu umferðinni í byrjun október en hafa ekki spilað síðan. mbl.is/Arnþór Birkisson

Önnur umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, verður leikin í kvöld og annað kvöld. Nú eru einmitt eitt hundrað dagar frá því fyrstu umferðinni lauk en eftir að Keflvíkingar höfðu sigrað Þór á Akureyri, 94:74, þann 6. október var öllu skellt í lás og Íslandsmótinu frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Í þessari fyrstu umferð í byrjun október vann Grindavík sigur á Hetti á Egilsstöðum, 101:94, ÍR lagði Tindastól á Sauðárkróki, 87:83, Þór vann Hauka í Þorlákshöfn, 105:97, Njarðvík vann KR í Vesturbænum, 92:80, og Stjarnan lagði Val á Hlíðarenda, 91:86.

Fjórir leikir af sex í umferðinni fara fram í kvöld og þar er sérstaklega áhugaverð viðureign KR og Tindastóls á dagskránni. Bæði liðin töpuðu á heimavelli í fyrstu umferð. KR-ingar mæta með nýjan leikmann, Ty Sabin, en tveir eru farnir sem spiluðu gegn Njarðvík í haust.

Njarðvíkingar taka á móti Haukum og eru með talsvert breytt lið frá sigrinum á KR í haust. Zvonko Buljan, sem þá átti stórleik, er farinn aftur, sem og Ryan Montgomery, en þeir hafa fengið mikinn liðsauka í Antonio Hester, fyrrverandi leikmanni Tindastóls. Haukar eru með þrjá nýja menn sem þeir frumsýna væntanlega í kvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert