Fimmtán ára til liðs við Kristianstad

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari Kristianstad er búin að krækja í tvær …
Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari Kristianstad er búin að krækja í tvær af efnilegustu fótboltastúlkum landsins. Ljósmynd/@_OBOSDamallsv

Hin fimmtán ára gamla Emelía Óskarsdóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska knattspyrnufélagið Kristianstad en félagið tilkynnti þetta í dag.

Emelía kemur til Kristianstad frá BSF í Danmörku, en þangað kom hún frá Gróttu síðasta sumar eftir að hafa spilað 14 ára gömul með Seltjarnarnesliðinu í 1. deild sumarið 2020. Emelía hefur leikið með U18 og U19 ára liðum BSF og á Facebook-síðu Kristianstad kemur fram að hún komi alkomin til liðs við félagið um miðjan mars.

Emelía verður undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur sem hefur verið þjálfari Kristianstad frá 2009 en félagið er einnig búið að fá til sín landsliðskonuna ungu Amöndu Andradóttur frá Vålerenga í Noregi.

Þar með eru kornung systkini komin á mála hjá tveimur stórum félögum á Norðurlöndum en Orri Steinn Óskarsson, 17 ára bróðir hennar, er á mála hjá FC Köbenhavn í Danmörku. Faðir þeirra er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert