Keyrði á brunahana og lögn rofnaði

Rúta á BSÍ. Mynd úr safni.
Rúta á BSÍ. Mynd úr safni. mbl.is/Golli

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í útkall í morgun vegna vatnsleka við Umferðamiðstöðina BSÍ. Ekið var á brunahana og við það rofnaði lögn.

Að sögn varðstjóra slökkviliðsins flæddi við það mikið af vatni.

Það getur flætt hressilega úr brunahana.
Það getur flætt hressilega úr brunahana. mbl.is/Kristinn Magnússon

Slökkviliðið stöðvaði lekann en kalla þurfti eftir aðstoð frá Veitum til að hreinsa almennilega frá niðurföllum, þannig að vatnið kæmist rétta leið.

Einnig þurft að dæla smáræði frá BSÍ svo ekki færi vatn þar inn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert