Öfgar í veðri á Norðurlandi

Skíðalyfta í Hlíðarfjalli situr hér kyrr í frosti og safnar …
Skíðalyfta í Hlíðarfjalli situr hér kyrr í frosti og safnar klaka. mbl.is/Ari Páll

Veturinn fer nokkuð brösuglega af stað í Hlíðarfjalli á Akureyri en lokað var um helgina vegna veðurs. Forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segir vindinn og hitann erfiðastan viðureignar.

„Þetta er búið að vera erfitt, lítið um opnanir. Við höfum náð að opna tvisvar á síðustu tíu dögum,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins. „Það er náttúrlega búið að vera rosalega hvasst,“ segir hann og bætir við að miklar sviptingar hafi verið í hita á svæðinu. Til að mynda hafi verið átta stiga frost á miðvikudegi en ellefu stiga hiti nóttina á eftir. „Þannig að þetta eru rosalegar öfgar.“

Sem dæmi hafi verið um 30 cm snjór í garði hans í miðri síðustu viku, sem nú sé horfinn á braut.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert