Diablo II Resurrected kominn út

Grafík/Blizzard/Diablo Resurrected

Tölvuleikurinn Diablo II Resurrected var gefinn út í gær en hann er endurgerð útgáfa af hasar og hlutverkaleiknum Diablo II sem kom fyrst út sumarið árið 2000. 

Betri gæði og skilvirkari spilun

Endurgerða útgáfan hefur að geyma allt efni úr tölvuleikjunum Diablo II og viðbótarleiknum Diablo II: Lord of Destruction hinsvegar hefur grafíkin tekið við töluverðum betrumbætingum. Framleiðandi tölvuleiksins hefur einnig séð til þess að mögulegt sé að spila leikinn á mismunandi leikjatölvum án þess að glata árangri. 

Leikmenn búa einnig að meira bakpokaplássi og eins þarf ekki að sækja gullverðlaun handvirkt heldur safnast þau sjálfkrafa saman í bakpokann.

Skjáskot úr kynningarstiklu Diablo II Resurrected.
Skjáskot úr kynningarstiklu Diablo II Resurrected. Skjáskot/Youtube/Diablo

Aðgengilegur á mismunandi leikjatölvum

Hægt er að kaupa leikinn fyrir rétt rúmar 5.000 krónur eða tæpa 40 bandaríska dala. Einnig er hægt að kaupa lúxusútgáfuna Diablo Prime Evil sem inniheldur líka tölvuleikin Diablo III auk viðbóta við þann leik.

Diablo II Resurrected er hægt að spila á PC-tölvum, Xbox One, Xbox X/S, PlayStation 4, PlayStation 5 og Nintendo Switch. 

Hér að neðan er kynningarstikla af leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert