Enn fellur karlalandsliðið niður FIFA-listann

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 60. sæti á FIFA-listanum.
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 60. sæti á FIFA-listanum. mbl.is/Kristinn Magnússon

A-landslið karla í knattspyrnu fellur niður um sjö sæti milli mánaða á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og er nú í 60. sæti. Ísland hóf árið í 46. sæti.

Í næstu sætum fyrir ofan Ísland eru Jamaíka í 59. sæti, Kamerún í 58. sæti, Bosnía og Hersegóvína í 57. sæti og Sádi-Arabía í 56. sæti.

Belgía og Brasilía eru sem fyrr í efstu tveimur sætum listans, en England fer upp fyrir Frakkland í þriðja sætið.

Þegar Norðurlandaþjóðirnar eru teknar saman eru Færeyjar í 114. sæti, Ísland sem áður segir í 60. sæti, Finnland í 55. sæti, Noregur í 39. sæti, Svíþjóð í 18. sæti og Danmörk er komið upp í 10. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert