„Eðlilegra að fá embættismann í verkið“

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Arnþór Birkisson

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd spurði í morgun Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um samskipti við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, á aðfangadag í Ásmundarsalarmálinu svokallaða.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.

Hafði Áslaug samband við Höllu til þess að fara yfir verklag í ljósi þess að sagt var frá því í dagbók lögreglu að „hæstvirtur ráðherra“ væri á meðal gesta í Ásmundarsal. Þau vinnubrögð veki upp spurningar um persónuverndarsjónarmið. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var á meðal gesta í Ásmundarsal umrætt kvöld. 

Skiptir máli að fara varlega 

Andrés Ingi Jónsson, nefndarmaður og þingmaður Pírata, boðaði til fundarins. Aðspurður segir hann enn of snemmt að segja til um hvort hann telji samskipti Áslaugar og Höllu óeðlileg með tilliti til þess hvort Áslaug hafi haft afskipti af rannsókn málsins.

„Hjá ráðherra snerist þetta um að fá upplýsingar um verklag í þessum málum. Kannski hefði verið eðlilegra að biðja einhvern embættismann um að fá þær upplýsingar eftir formlegum leiðum frekar en að taka svona símtal. Sérstaklega í ljósi tengsla ráðherra við málið. Þetta er mál sem snertir ráðherra í ríkisstjórn sem hún situr í og þess vegna skiptir sérstaklega máli að fara varlega,“ segir Andrés Ingi. 

Á morgun fer Halla Bergþóra lögreglustjóri fyrir nefndina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert