NBA-leikmenn í tíu liðum á Ólympíuleikunum

Slóvenar vonast eftir því að Luka Doncic komi þeim langt …
Slóvenar vonast eftir því að Luka Doncic komi þeim langt á Ólympíuleikunum. AFP

Hvorki fleiri né færri en 36 leikmenn úr bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik eru á meðal þátttakenda á Ólympíuleikunum en körfuboltakeppni karla hefst í Tókýó á morgun.

Liðin tólf sem leika á leikunum staðfestu nú fyrir hádegi tólf manna leikmannahópa sína. Eins og við mátti búast leikur allt bandaríska liðið í NBA-deildinni en níu önnur lið tefla fram NBA-leikmönnum og þar eru Ástralar fjölmennastir með sex en síðan koma Frakkar með fimm.

Hægt væri að manna þrjú fullskipuð lið á leikunum með leikmönnum úr NBA.

Meðal NBA-leikmanna á leikunum er Luka Doncic frá Slóveníu en þessi 22 ára gamli leikmaður hefur skipað sér í röð þeirra bestu í NBA-deildinni með frábærri frammistöðu með Dallas Mavericks.

Aðeins tvö lið af tólf eru ekki með neinn leikmann í NBA, Argentína og Íran, en þessir 36 ólympíufarar koma úr þessari sterkustu deild heims:

Ástralía:
Patty Mills, San Antonio Spurs
Joshua Green, Dallas Mavericks
Joe Ingles, Utah Jazz
Matisse Thybulle, Philadelphia 76ers
Dante Exum, Houston Rockets
Aron Baynes, Toronto Raptors

Bandaríkin:
Keldon Johnson, San Antonio Spurs
Zachary LaVine, Chicago Bulls
Damian Lillard, Portland Trail Blazers
Kevin Durant, Brooklyn Nets
Khris Middleton, Milwaukee Bucks
Jerami Grant, Detroit Pistons
Jayson Tatum, Boston Celtics
JaVale McGee, Denver Nuggets
Jrue Holiday, Milwaukee Bucks
Bam Adebayo, Miami Heat
Draymond Green, Golden State Warriors
Devin Booker, Phoenix Suns

Frakkland:
Frank Ntilikina, New York Knicks
Timothé Luwawu Kongbo, Brooklyn Nets
Nicholas Batum, LA Clippers
Evan Fournier, Boston Celtics
Rudy Golbert, Utah Jazz

Ítalía:
Danilo Gallinari, Atlanta Hawks

Japan:
Rui Hachimura, Washington Wizards
Yuta Watanabe, Toronto Raptors

Nígería:
Chimezie Metu, San Antonio Spurs
Josh Okogie, Minnesota Timberwolves

Slóvenía:
Vlatko Cancar, Denver Nuggets
Luka Doncic, Dallas Mavericks

Spánn:
Ricky Rubio, Phoenix Suns
Marc Gasol, Toronto Raptors
Willy Hernangomez, Charlotte Hornets

Tékkland:
Tomás Satoransky, Chicago Bulls

Þýskaland:
Isaac Bonga, Washington Wizards
Moritz Wagner, Orlando Magic

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert