Níu milljónir í auglýsingar til erlendra miðla

Var 5,4 milljónum króna varið í birtingu og gerð auglýsinga …
Var 5,4 milljónum króna varið í birtingu og gerð auglýsinga fyrir erlenda miðla árið 2022 en 3,8 milljónum króna árið 2023. Samsett mynd/AFP/Lionel Bonaventure/Sebastien Bozon/mbl.is/Kristinn Magnússon

Mennta- og barnamálaráðuneytið og undirstofnanir þess vörðu rúmlega níu milljónum króna í birtingu og gerð auglýsinga fyrir erlenda miðla árin 2022 og 2023.

Þetta kemur fram í svörum ráðherra við fyrirspurn Berglindar Óskar Guðmundsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Ráðuneytið og stofnanir þess vörðu tæplega 50 milljónum króna í birtingu og gerð auglýsinga fyrir innlenda miðla árin 2022 og 2023. Þær stofnanir sem heyra undir ráðuneytið eru að stærstum hluta framhaldsskólar víðs vegar um landið.

Tekur málið lengra

„Þetta er talsvert hærra hlutfall sem er að fara í erlenda miðla en ég gerði ráð fyrir. Ég held að það sé umhugsunarvert hvar opinber stjórnsýsla er að eyða peningum og hvert markmiðið er um að verja peningum í erlenda miðla,“ segir Berglind Ósk í samtali við Morgunblaðið.

Aðspurð segist hún vilja taka málið lengra.

„Ég er ekki viss um að það sé nein stefna um það hvert eigi að beina auglýsingum hins opinbera og það er vert að eiga samtal um það,“ segir Berglind. Hún beindi sömu fyrirspurn að öllum ráðherrum en mennta- og barnamálaráðherra er fyrstur til að svara henni.

Var 5,4 milljónum króna varið í birtingu og gerð auglýsinga fyrir erlenda miðla árið 2022 en 3,8 milljónum króna árið 2023.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert