Haraldur naumlega áfram

Haraldur Franklín Magnús fór í gegnum niðurskurðinn.
Haraldur Franklín Magnús fór í gegnum niðurskurðinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haraldur Franklín Magnús fór í dag í gegnum niðurskurðinn á Italian Challenge-mótinu í golfi. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni. Haraldur lék fyrstu tvo hringina á samanlagt einu höggi undir pari.

Haraldur lék fyrsta hringinn í gær á 72 höggum, en fór áfram með góðum hring í dag er hann lék á 69 höggum. Hann er sem stendur í 50. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Bjarki Pétursson eru úr leik. Guðmundur lék hringina tvo á 71 höggi og lauk leik á samanlagt pari og í 65. sæti. Hann var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Bjarki Pétursson lék fyrsta hringinn á 74 höggum og annan hringinn á 72 höggum og lauk því leik á samanlagt fjórum höggum yfir pari og í 113. sæti.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert