Veðurblíðunni misskipt

mbl.is/Hari

Fremur hæg norðlæg átt verður víða um land í dag, gjarnan 3-10 m/s. Þá verður léttskýjað á Suður- og Vesturlandi og léttir einnig til norðvestanlands með morgninum. Aftur á móti verður skýjað að mestu um landið norðaustan- og austanvert og sums staðar dálítil él.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. 

Hiti verður 0 til 8 stig yfir daginn, mildast suðvestan til, en það verður næturfrost víða um land.

Það er öflug hæð yfir Grænlandi sem heldur lægðum fjarri landinu, og næstu daga er útlit fyrir að það verði áfram svalt og rólegt veður,“ segir í hugleiðingunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert